14 VIKNA HAUSTÖNN HEFST 1. SEPTEMBER
Hópar fyrir 5 ára til 20 ára + | Frístundastyrkur? Já! | Öll velkomin á öllum getustigum! Við kennum í Breiðholti, Laugardal, Árbæ, Kópavogi, Grafarvogi, Garðabæ, Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi
Ókeypis prufutímar fyrstu vikuna | Nemendasýningar | Street Dans Einvígið | Erlendir gestakennarar ofl.
Forskráning opnar um miðjan júlí, almenn skráning í kjölfarið. Fylgstu með hér, á insta & facebook!
____________________________________________________________________ Öll námskeið henta byrjendum nema séu þau merkt "miðstig" eða "framhald"
Eðlilegt er að nemendur dansi í "All levels" hópum í 4-8 ár, að fara upp um aldursstig er aðlögun
í hvert sinn. Öll förum við á okkar hraða og eigum okkar persónulega samband við dansinn.
Kennarar eru dugleg að mæla með miðstigs- eða framhaldshópum teljum við það eiga við.
16 ára + Hiphop framhaldið, vorönn '25. Danshöfundar: Edda og Hrafnhildur.
17. JÚNÍ Í REYKJAVÍK
Okkur rigndi niður á Klambratúni og sýndum á besta tíma á stóra sviðinu í Hljómskálagarðinum!
Frábær dagur eins og alltaf á 17. júní. Dansarar sem stigu á svið fæddust á Íslandi, Filippseyjum,
í Írak, Póllandi og Úkraínu. Við höldum upp á okkur öll sem kjósum á búa á Íslandi.
Sjáðu sýninguna okkar í heild sinni tekna upp á 6 mismunandi stöðum:
YNOT KENNDI Á ÍSLANDI
Einn sá allra besti kenndi Top Rock 1. júní, Ynot er fyrrverandi CEO hjá Rock Steady Crew
og kennir nú Hiphop menningu og dans við háskóla í Texas. Hann er ein aðalsprautan í þeirri
þróun sem kom Top Rock stílnum þangað sem stíllinn er í dag.
HIPHOP Í HÖRPU
Við unnum með Hörpunni í fyrsta sinn og settum upp danssýningu í Flóa þann 31. maí.
Yfir 200 manns mættu á þessa skemmtilegu upphitun fyrir Revolta í Hörpunni, 14. júní.
NEMENDASÝNINGAR VORÖNN 2025
Við skiptum nú hverfunum okkar í þrennt og keyrum þrjár metnaðarfullar sýningar eftir
hverja önn. Hæfileikaríkt fólk mannar hvert horn og okkur finnst svo endalaust gaman
að eiga þessa stórskemmtilegu daga með ykkur öllum - þetta erum við að búa til saman!
BARNAMENNINGARHÁTÍÐ
Árlegi uppáhalds viðburðurinn okkar var vikuna 8.-13. apríl. Það er heiður að dansa á Setningarathöfninni
í Hörpunni og setja upp stærri sýningu + danskennslu í Ævintýrahöllinni. Sýnt Live á RÚV frá Hörpunni.
. Sjáðu frá deginum okkar á Barnamenningarhátíð í Hörpunni og Fjölskyldugarðinum!
Brynja samdi og kenndi dans ársins við lagið Hlaupasting eftir Inspector Spacetime
HIPHOP DANSHÁTÍÐ 4.-9. MARS
Ógleymanleg helgi með rísandi stjörnunum þeim Norah, Yarah og Rosa!
Frábær Level Up keppni í Iðnó, yfir 100 dansarar tóku þátt!
Troðfullt workshop með heimsfrægum dönsurum frá Hollandi, þær eru með 1M fylgjenda á
instagram og eru skemmtilegt dæmi um þegar raunveruleg gæði og miklar vinsældir fara saman.
Þær Norah, Yarah og Rosa vekja athygli fyrir að vera með rosalega góða danstækni
og hafa lært Hiphop hjá okkar kennurum í New York, frumkvöðlunum sjálfum.
Mörg "bucket list" móment urðu til þegar okkar dansarar dönsuðu með systrunum!
Við hlökkum mikið til að plana næsta viðburð með þeim!
Kristín og Edda með Norah, Yarah og Rosa.
TheSuperKidsClub JRS og Xtra Large með Norah, Yarah og Rosa.
Nokkrar myndir frá árlegu danskeppninni Level Up í Iðnó.
Allar myndir og video koma á Facebook, Instagram og Youtube.
VORÖNN HEFST 13. JANÚAR
Við kennum í Breiðholti, Laugardal, Árbæ, Kópavogi
Grafarvogi, Garðabæ, Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi
Við erum aðilar að öllum frístundastyrkjum
Ókeypis prufutímar í fyrstu viku vorannar!Ekki þarf að tilkynna eða skrá í prufu, bara mæta.
Við mælum með tímanlegri skráningu, nú þegar eru margir hópar fullir og / eða með biðlista.
14 vikna önn | Innanhúss danskeppnin Level Up 4. mars í Iðnó | Nemendasýningar 26. apríl í Seljaskóla
NEMENDASÝNINGAR VORU 23. NÓVEMBER
Heilar þrjár sýningar, ótrúlegur dagur! Sjáðu myndirnar og videoin!
. .
Öll video komin á Youtube rás skólans!
Hér er lokaatriðið með 16 ára + Hiphop framhaldshóp Hrafnhildar, kaflar atriðis
eru samdir af henni sjálfri, Kristínu og Vanessu og svo samstarfsverkefni alls hópsins.
Alþjóðlega Street danshátíðin Hiphop Weekend var haldin í Svíþjóð 1.-2. nóv!
Þau Alexandra, Birta, Elena, Emilía, Iðunn, Kristín, Nikolas, Sunna og Vanessa
tóku þátt í Choreography flokki með nautsterkt atriði eftir Hrafnhildi, Glóey,
Kristínu og Vanessu. Sjá hér fyrir neðan. Nokkur tóku líka þátt í 2 on 2 Hiphop
prelims og þær Elena og Indí tóku þátt í Kids 'All Styles' prelims.
Það er gaman að geta komið í battles og keppnir í Evrópu með sterkan Hiphop grunn,
sem er eftirsóknarverður eiginleiki innan Street dansheimsins.
Eina danskeppni sinnar tegundar á Íslandi opin öllum Street dönsurum á framhaldsstigi.
Við höfum haldið Einvígið síðan 2012 og í ár vorum við í annað sinn í drauma húsnæðinu í Iðnó.
DJ Stew var okkur til halds og traust eins og sl 8 ár en hann er einn vinsælasti battle DJ Evrópu.
Stórkostlegt kvöld, pakkfullt hús og hæfileikar í hverju horni.
Sigurvegarar kvöldsins voru í Hiphop og 'All Styles': Kristín, Waacking: Aþena, Popping: Max,
Choreo: Emilía og Kristín. Sjáðu Hiphop finals hér á milli Vanessu og Kristínar:
Upplýsingar | Information | Informacja:
Beata: beatadbp@gmail.com | 772 4977 á virkum dögum kl. 8-16 | íslenska, english, polski
_______________________________________________
Sástu okkur á Menningarnótt?
Við rúlluðum kraftmikilli sýningu tvisvar á Ingólfstorgi og fylltum torgið í bæði skiptin!
. Sjáðu frá lokaæfingunni deginum áður og ingólfstorgi á Menningarnótt!
_______________________________________________
SumarBorgin: Hiphop í Reykjavík!
Nýtt (vonandi) árlegt verkefni með SumarBorg Reykjavíkur!
Glóey og Kristín sáu um dansprufur í júní þar sem þær völdu hóp af dönsurum sem æfðu með þeim
ókeypis í rúman mánuð og settu saman danssýningu. Þau sýndu hér og þar í miðbænum í ágúst!
. Sjáðu 2 af 3 videoum frá stærsta SumarBorgar sýningardeginum!
_______________________________________________
Sástu okkur á 17. júní?
Við sýndum á Klambratúni, í Hljómskálagarðinum og á Laugaveginum!
Það er orðin skemmtileg hefð hjá okkur að setja saman um 20 mínútna sýningu
fyrir 17. júní þar sem við strengjum saman uppáhalds atriði frá nemendasýningum
og ýmislegt sem okkur langar að setja á svið! Áherslan er á kennarateymi og þau
sem eru í TheSuperKidsClub sýningarhópunum okkar en vinnusemi og metnaður þeirra
sem stíga á svið er alveg einstakur. Það er hollt fyrir samfélagið okkar að reyna
aðeins á okkur, hækka standardinn og keyra sýningar á svo opinberum vettvangi!
_______________________________________________
Street dansarar með Íslenska Dansflokknum á Listahátíð
Brynja, Ola, Kris, Mikki og Poomi komu fram í verki Hoomans Sharifi!
Hooman Sharifi setti upp verkið sitt While in Battle I am Free, Never Free to Rest
á Listahátíð í Reykjavík 7. og 8. júní í Borgarleikhúsinu. Þarna mættust þessir ólíku
dansheimar í fyrsta sinn á sviði á Íslandi: Street og Módern.
Verkið hlaut 4 stjörnur og húsið fylltist á báðum sýningum.
.
.
_______________________________________________
Buddha Stretch kenndi á Íslandi 25. og 26. maí
Frumkvöðull Hiphop dansstílsins og danshöfundur Michael Jackson!
Stretch er helsti kennari Brynju (síðan 2007) og hún hannaði námsskrá skólans með hans hjálp.
Hann kenndi á Íslandi í 4. sinn en er alltaf með augun á okkur og styður úr fjarlægð.
_______________________________________________
Nemendasýningar 13. apríl!
Við höfum haldið Nemendasýningarnar okkar í Íþróttahúsi Seljaskóla síðan 2012!
Takk fyrir frábæran dag! Dugnaðarverðlaun Adidas voru tilkynnt og TheSuperKidsClub kynslóðirnar
sameinuðust í atriði sem markar nýtt upphaf danshópanna.
KAPELA KENNDI 11. OG 13. MARS
Stærsta nafn í House og Top Rock í Evrópu og áhrifavaldur á heimsmælikvarða!
Kapela þarf varla að kynna en hann kenndi á Íslandi síðast fyrir 8 árum síðan
og er vinsæll kennari um allan heim. Hann kemur frá París, Frakklandi og hefur
haft mikil áhrif á gæði street danssenu Parísar, sem er ein sú sterkasta í Evrópu.
VORÖNN HEFST 15. JANÚAR
Kíktu á stundaskránna og tryggðu þér / dansaranum þínum pláss!
Við kennum í Breiðholti (í ÍR Heimilinu og Gerðubergi), Laugardal (í Húsi Hjálpræðishersins), Árbæ (í Fylkisseli), Grafarvogi (í Íþr. húsinu Dalhúsum), Garðabæ (í Sjálandsskóla), Hafnarfirði
(í Íþr. húsinu við Strandgötu) og á Seltjarnarnesi (í Gróttu).
Við kennum hópum frá 5 ára til 25 ára + og erum aðilar að öllum frístundastyrkjum.
Fyrsta vikan, 15.-20. janúar, er ókeypis prufuvika.
Ekki þarf að skrá í prufur - bara mæta.
Helstu viðburðir á vorönn:
- Innanhúss danskeppnin fyrir 7 ára + 24. febrúar í Tjarnarbíó.
- Nemendasýningar13. apríl í Íþróttahúsi Seljaskóla.
- Erlendir gestakennarar á heimsmælikvarða kenna helgarnámskeið. *Tímasetningar aldurshópa á keppni & sýningu verða staðfestar þegar nær dregur.