FRÉTTIR ...... STUNDASKRÁ ...... UM DANSNÁM ...... KENNARAR....... MYNDIR ...... VIDEO ...... SKRÁNING ......DANSFATNAÐUR

linan

 

 

 

UM DANS BRYNJU PÉTURS

Street dansnám fyrir byrjendur, miðstig og framhald:

Við kennum 7-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára og 16 ára + í Breiðholti, Árbæ,
Laugardal, Garðabæ, Kópavogi, Grafarvogi, Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi.

Nýtt! Danstímar fyrir byrjendur og miðstig:
Við kennum 15 ára +, 19 ára + og 25 / 30 ára +
í stöðvum Reebok Fitness í Holtagörðum og á Lambhagavegi.

Við bjóðum upp á metnaðarfullt dansnám og fjölbreytta dansstíla. Í hverjum tíma er farið í grunn-
spor / tækni / musicality æfingar / flotta dansrútínu. Hér lærir þú Hiphop, Dancehall, House,
Popping, Break, Waacking
og Top Rock sem eru allt stílar innan Street menningarinnar. Eldri
dansarar geta einnig komið í 'Heels Performance', 'Choreo' og 'Urban Flow'. Nemendur geta
dansað eins oft í viku og þau vilja og hanna sína stundaskrá sjálf.

Við leggjum áherslu á jákvæða sjálfsmynd allra sem dansa hjá okkur.

Börn og unglingar læra grunn og tækni í dansi sem hentar þeirra aldri og getu (“skvísu”- og hæla-
tímar eru fyrir 16 ára og eldri).

Street dansstílarnir eru vinsælustu dansform síðari ára á heimsvísu.

Við erum eini street dansskólinn á landinu með dansstíla sem eru hvergi kenndir annarsstaðar
og reyndustu street danskennara landsins um borð. Hér er áratuga reynsla og mikil ástríða fyrir
dansinum og menningunni.

Vertu hluti af danssamfélagi sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi!

Við leggjum áherslu á jákvætt og stuðningsríkt umhverfi fyrir dansarana okkar. Street dans
er menning og innan danssenunnar er mikil samstaða. Allir eru velkomnir og allir skipta máli.
Hér ertu partur af dansfjölskyldu.Ársskipulag Dans Brynju Péturs:
Vorönn er frá janúar - apríl og haustönn er frá september - desember, hver önn er 12 vikur.
Báðar annir enda á nemendasýningu þar sem allir dansararnir okkar koma fram og við eigum
saman frábæran dag með skemmtilegasta fólkinu. STREET DANS EINVÍGIÐ er haldið í október,
danshátíð í Reykjavík með danskeppni fyrir dansara á framhaldsstigi, erlendum kennurum ofl.
CARNIVAL er haldið á 17. júní eða á Menningarnótt þar sem allir bestu dansarar skólans koma
fram í nýjum popp kúltúr viðburði sniðnum að dansáhugafólki á öllum aldri.

Við höldum ýmsa skemmtilega viðburði yfir allt árið, þar má nefna reglulegu danspartýin (jam
sessions) fyrir alla dansarana okkar - ókeypis viðburðir. Þar hittumst við, spilum skemmtilega
tónlist og dönsum saman. Innanhúss danskeppni skólans er haldin árlega í febrúar og sást síðast
í Battlað í Borginni á Stöð 2. Heimsfrægir erlendir gestakennarar kenna hjá okkur reglulega.

Dugnaðarverðlaun Adidas
Þrír metnaðarfullir nemendur verða valdir á nemendasýningunum í vor og haust 2019 sem fá að
gjöf fatnað að eigin vali frá www.adidas.is að upphæð 30.000 kr. Við viljum verðlauna dugnað
í tímum og jákvætt viðhorf - sem smitar alltaf út frá sér!

Styrktaraðilar
Coca Cola og Adidas styrkja Dans Brynju Péturs. Við vinnum einnig mikið með Reykjavíkurborg.
Dans Brynju Péturs í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík 2016:

UPPBYGGING DANSNÁMS
METNAÐARFULLT STREET DANSNÁM

Áherslan er tvenns konar: FOUNDATION s.s. grunnspor, tækni og 'drills' eða grunnæfingar. Það
mikilvægasta sem hver og einn dansari býr yfir er góð þekking á dansstílunum og grunni þeirra.
Við þurfum strúktúr til þess að skilja og dansa stílana. Nemendur læra um söguna og menninguna
til að fá heildarmynd af viðkomandi stíl. Svo er það CHOREOGRAPHY (Dansrútínur) þar sem við
setjum sporin og grunnatriðin í samhengi og brjótum þau upp. Þannig lærum við nýjar áherslur,
skerpum á grunnatriðum + flæði í dansinum og sjáum hvert er hægt að fara með dansstílana.

Rétt nálgun á öllum dansstílum kemur með reynslunni, það skiptir máli að hlusta á tónlistina og
skilja tenginguna á milli líkamstjáningar og taktsins. Því eldri sem hóparnir eru því meiri upp-
lýsingar fá þau og kröfurnar verða meiri til nemandans. Einstaklingurinn er ómetanlegur í street
dansmenningunni, dansarar reyna að finna sínar eigin leiðir til að vekja athygli og skera sig úr
hópnum. En til þess að fara út úr kassanum þarf að læra grunninn vel. "You must learn the rules
in order to break them".

Erlendir gestakennarar sem hafa kennt hjá okkur:
Mr. Wiggles (US) haust 2017, Laure Courtellemont (FRA) vor 2017, Soraya Lundy (US)
haust 2016, Viktor Fröjd (SWE) haust 2016, Tweetie (US) vor og haust 2016, Kapela (FRA)
haust 2015 og 2016, Reggie 'Roc' Gray vor 2016, Sekou (US) haust 2015, Danielle Polanco
(US)
haust 2015, Brian Green (US) vor 2015, Sasha Stepanova (RU) vor 2015, Anneli Ninja
(FIN)
vor 2015, Henry Link (US) vor og haust 2014, Buddha Stretch (US) haust 2013,
Hurrikane (US) haust 2012, Android (US) haust 2012, Anton Borgström (SE) vor 2013,
Martine Ibsen (DK) haust 2011.

NEMENDASÝNINGAR
Við setjum upp nemendasýningar í lok bæði vor- og haustanna. Hér er aðalatriðið að dansararnir
okkar skemmti sér vel, sjái árangur æfinga sinna og fái að fagna þeim áfanga að hafa klárað
innihaldsríka dansönn. Mörg okkar eru að koma fram í fyrsta sinn og við leggjum áherslu á að
andrúmsloftið sé afslappað en reglusamt. Þetta eru skemmtilegustu dagar ársins og við hlökkum
alltaf til næstu sýningar :)

Nemendur greiða 2.000 kr. fyrir Boogie Down Reykjavík bol, sem þau sýna í og eiga.
Áhorfendur greiða 2.000 kr. fyrir aðgöngumiða / Börn yngri en 12 ára koma ókeypis.


Dans Brynju Péturs á Barnamenningarhátíð 2016:

JAM SESSIONS / DANSPARTÝ
Besta leiðin til að æfa okkur! Við hittumst einstaka laugardaga kl. 16-18. Við spilum tónlist og
dönsum! Hver og einn ber ábyrgð á sínum áherslum / æfingum, og oft er farið út í Social dansa
þar sem allir geta tekið þátt. Kennarar verða á staðnum og geta
svarað spurningum, farið yfir
það sem þið viljið ofl. Þessar samkomur eru hjarta street dansins, allir dansstílarnir urðu til í
þessu umhverfi - þar sem fólk hittist með góðri tónlist og dansar saman! :)

Kíktu á Viðburðir eða á Facebook til að sjá hvenær næsta Jam session er!
0 kr. inn.


DANSHÓPAR


Danshópur Brynju Péturs
hefur verið lifandi síðan 2004, þar eru bestu nemendurnir hverju
sinni úr framhaldshópnum hennar Brynju ásamt kennurum. Síðan skólinn tók risa vaxtakipp þá
hefur þessi hópur orðið þremur danshópum. Danshóparnir vinna mikið saman.

TheSuperKidsClub juniors var stofnaður í byrjun 2016 og hefur dansað fyrir RÚV, Samfés,
Barnamenningarhátíð, Hitt Húsið á 17. júní, tekið þátt í ýmsum myndböndum ofl.

TheSuperKidsClub (originalz) var stofnaður 2012.
Þau voru t.d. í aðalhlutverki á afmælishátíðinni okkar á Ingólfstorgi 16. ágúst '14, skemmtiatriði
með Brynjari Degi í Ísland Got Talent '15 og eru reglulegir gestir á Samfés, Unglist, 17. júní og
Menningarnótt t.d. Þú sást þau í stórum verkefnum með RÚV, Stöð 2 ofl.


The Supreme Team var stofnaður 2012.
Dansarar á aldrinum 19 ára og upp úr sem hafa dansað með mér í 3-14 ár. Hópurinn hefur gert
mikið af myndböndum og hafa tekið þátt í öllum helstu viðburðum.


Yngri og eldri danshóparnir sameinuðust á Afmælishátíð Dans Brynju Péturs 2014!
Við tókum yfir Ingólfstorg, troðfylltum torgið tvisvar og skemmtum okkur konunglega!


Fyrsta hópmyndin! Þessi hópur kallast nú TheSuperKidsClub Originals og er yngri hópurinn (JRS)
mættur. Við veljum í danshópana í danstímum, þar spilar inn í mæting, metnaður, geta og viðmót.


DANSKEPPNIR
FYRIR ALLA NEMENDUR SKÓLANS:
DANSKEPPNI BRYNJU PÉTURS
Aðeins fyrir dansara innan skólans okkar, byrjendur og lengra komna. Með þessum viðburði
viljum við sýna dönsurunum okkar að þau geta náð lengra og komist nær markmiðum sínum ef
þau leggja auka tíma og vinnu í að komast þangað.
Keppt er í tveimur flokkum:

1. Hópatriði.
Dansarar semja dansinn, velja tónlist, ákveða fatnað og sjá um allt sem við kemur atriðinu sjálf.
Þið þurfið að ákveða nafn á hópinn og taka fram hvaða dansstíl/a þið vinnið með í atriðinu.

Aldursflokkar:
7 - 9 ára, 10 - 12 ára
og 13 / 16 ára +. Lengd atriðis 1.5-2 mín

2. Einstaklings battl fyrir 10 ára + og 13 ára +. (eins og í Street dans Einvíginu)
Dansarar battla einn á móti einum í þeim stíl sem þau kjósa sjálf. Þessi flokkur undirbýr dansara
fyrir þátttöku í Street dans Einvíginu. Hver dansari dansar í 30-40 sek tvisvar sinnum og dómarar
ákveða hvor keppandinn heldur áfram í næstu lotu. Æskilegt er að þátttakendur hafi verið í þrjár
annir eða lengur
í street dansnámi og séu vön því að 'freestæla' innan þess stíls sem þau velja sér.


Almennt um keppnina.
Dómarar leita eftir að dansarar þekki grunnatriði stílanna og framkvæmi þau eftir bestu getu.
Dansarar eiga að leggja áherslu á persónulegan stíl og skilning á tónlistinni.

Keppnin er haldin árlega í febrúar / mars.
Skráningargjald: 1.500 kr.
Aðgangseyrir fyrir áhorfendur: 1.000 kr.

FYRIR 16 ÁRA + DANSARA Á FRAMHALDSSTIGI: STREET DANS EINVÍGIÐ
Við höfum haldið Street dans Einvígið árlega síðan 2012. Þetta er fyrsta danskeppni sinnar tegundar
á Íslandi og eru þátttakendur ekki einskorðaðir við skólann, allir dansarar á landinu eru velkomnir.
Við hvetjum alla okkar nemendur til að setja sér það markmið að taka þátt í battlinu enda er þetta
eina street danskeppnin á Íslandi.

Flokkar:
1 on 1 battles í Hiphop, Dancehall, Popping, Waacking, Break, Houseog Top Rock.
'Crew choreography' fyrir danshópa.


Keppnin er haldin árlega í október.
Skráningargjald: Breytilegt
Aðgangseyrir fyrir áhorfendur: Breytilegt
DANSSTÍLAR
HIPHOP
Eini staðurinn á Íslandi með (alvöru) Hiphop!
Hiphop er einn vinsælasti dansstíll á heimsvísu í dag. Hiphop er uppspretta ferskleikans sem þú
sérð í uppáhalds tónlistarmyndböndunum þínum. Þú lærir alvöru hiphop dans hjá okkur!

Þú lærir sporin sem hafa mótað og þróað HIPHOP stílinn síðan á 9. áratugnum (1980's) til dagsins
í dag (”old school - new school”). Hiphop er fyrst og fremst 'a party dance', þ.e.a.s. stíllinn verður
til þegar fólk var að koma saman á klúbbum og skemmta sér/dansa við hiphop tónlist. Sporin sem
við lærum hafa oft skemmtilega sögu og oft er verið að minnast sérstakra karaktera innan hiphop
menningarinnar. Það hefur verið ákveðin gelding í gangi útum allan heim þar sem hiphop stílnum
hefur ekki verið gerð góð skil - þ.e. fólk hefur verið að auglýsa danstíma sem hiphop en eru í raun
með jazz / commercial dans við hiphop tónlist.

Í þessum tímum lærir þú sporin (the social dances of hiphop / "the party dances") og heyrir lögin
sem sporin eru gerð við. Þú kynnist sögunni og við förum í grooves, isolations, popping tækni ofl.
en allt eru það grunnatriði sem móta hiphop stílinn.


Dæmi:
.

.

DANCEHALL Eini staðurinn á Íslandi með Dancehall!
Dancehall er orðið mjög vinsælt meðal þeirra sem koma í tíma. Stíllinn byrjar að mótast á 9. ára-
tugnum, þegar 'reggae tónlist' verður að meiri 'partý tónlist' m.a. vegna áhrifa hiphops frá Banda-
ríkjunum. Dancehall fær einmitt nafnið því tónlistin var spiluð í 'the dancehalls' eða klúbbum þar
sem fólk hittist til að skemmta sér og dansa saman. Þú færð karabískan fíling með hreyfingum og
sporum frá Jamaica. Þetta er lifandi og frumlegur stíll sem er alltaf að bæta við sig nýjum dönsum
við viss lög, sem er einkennandi fyrir stílinn. Þykkur bassinn og seiðandi takturinn í lögunum gerir
það auðvelt og skemmtilegt að dansa þennan stíl. Við fylgjumst með nýjum dönsum og tökum
reglulega 'throwback' tíma þar sem old school dansarnir eru rifjaðir upp. Þú lærir um söguna og
helstu dansara stílsins.

Mjaðmahreyfingarnar eru áberandi, þú lærir "the wine" sem er einangrunartækni eða "isolations"
mjaðma og brjóstkassa. Tæknin er lykillinn! Wining nýtist okkur vel í öðrum stílum, t.d. í waving.

Dæmi:
.

.

WAACKING Eini staðurinn á Íslandi með Waacking!
Uppruni Waacking er í gay klúbbum vesturstrandar Bandaríkjanna á 8. áratugnum. Stíllinn varð til
undir áhrifum diskó tónlistar og fyrstu dansarar stílsins voru 'queens'. Innblástur stílsins kemur frá
'gömlu Hollywood myndunum' (40's, 50's og 60's) og leikkonum þessa tímabils. Sensual, elegant,
feminine. Waacking er að verða mjög vinsæll út í heimi. Við förum í "drills" í byrjun tímanna þar
sem við lærum og æfum handahreyfingarnar okkar. Þú lærir foundation og kynnist sögunni, einnig
æfum við okkur í að túlka taktinn og tilfinningu í lögunum. Because its all about performance. Í
hverjum tíma förum við svo í flotta dansrútínu.

Dýnamískar handahreyfingar, pósur og fierce framkoma eru element sem einkenna stílinn. Súper
kvenlegur, þú getur verið hver sem þú vilt innan Waacking stílsins.

Dæmi:
.

.

BREAK

Break dansinn verður til í byrjun 8. áratugarins, en þá fer Hiphop menningin að verða til í Bronx
hverfi New York borgar. Önnur element kúltúrsins eru Rapp, Graffiti, DJ'ing, talmáti, tíska ofl.
Break eða BBoying er því fyrsti dansinn sem kemur frá Hiphop menningunni. Dansararnir tóku
yfir dansgólfið þegar 'dansbreakin' í Funk lögunum komu, og DJ'ar á þeim tíma lengdu þessi
'break' í lögunum til að hafa dansarana á gólfinu lengur. En þaðan kemur nafnið 'Break boys /
girls' / Bboys / Bgirls.Partýin voru úti á götu og seinna meir inni á klúbbum.

Þú lærir Top Rock sem er grunnhreyfing Breakarans, en þannig sýna dansarar áhorfendum að
þeir skilji og geti dansað við taktinn. Svo er farið niður á jörðina sem er einkenni dansins, þar
er byggt upp styrk og lært góða grunntækni. Með tímanum er farið í flóknari og meira krefjandi
æfingar.

Dæmi:


HOUSE Eini staðurinn á Íslandi með House!
House verður til á sama tíma og sama stað og Hiphop dansinn. Báðir stílarnir rekja rætur sínar
til klúbbamenningarinnar í New York á miðjum 9. áratugnum. Dansarar þessa tímabils eru oft
jafnvígir í báðum dansstílum. House stíllinn einkennist af hugmynd um það að allir séu velkomnir
í 'þetta hús', undir 'þessu þaki' finnast áhrif frá Hiphop, Salsa, Top Rock, Hustle, Afró og fleiri
stílum. House er einn vinsælasti street dansstíllinn - Groove'ið er einstakt.

Í tímunum er farið í grunnspor stílsins og Groove'ið sem kallast Jacking, nemendur kynnast einnig
Lofting sem gert er á gólfinu. Þar eru hægari hreyfingar sem koma til móts við taktföst og oft hröð
spor sem gerð eru standandi. House tímar æfa flott 'footwork' og gefa mikið boozt í taktfestu.

POPPING Eini staðurinn á Íslandi með Popping!
Uppruni dansstílsins er í Californíu í byrjun 8. áratugarins og nafn stílsins kemur frá Boogaloo Sam
sem er frumkvöðull í Popping. Hann leiddi danshópinn sinn The Electric Boogaloos í sjónvarpsþáttinn
Soul Train og var það í fyrsta sinn sem stíllinn sást í sjónvarpi 1968.

Undirstílar Popping eru m.a. Waving, Robot, Electric Boogaloo, Tutting, Strobing, Animation, Ticking
ofl. Funk tónlist er áhrifavaldur dansstílsins og dansarar leitast eftir því að hafa groove samhliða
því að hafa mikla stjórn á einangrunum líkamans og vöðvum. Það hafði mikil áhrif á dansara að
sjá Electric Boogaloos á Soul Train og uppfrá því hófst tímabil þar sem dansarar í New York
hermdu eftir hreyfingum sem þeir sáu í sjónvarpinu án þess að kunna rétta tækni / orðaforða.
Það hafði áhrif á byrjun Hiphop stílsins m.a. og elsta kynslóð Hiphop dansara í dag (t.d. Buddha
Stretch) leggur áherslu á að dansarar kunni undirstöðu í Popping.

Í tímunum er farið í undirstöður Popping tækninnar, nemendur læra að stjórna vöðvunum rétt í
höndum og fótum og hvernig við forðumst meiðsli. Við lærum undirstöðu í Waving og hvernig við
nýtum báða stíla til að bæta við okkar eigin túlkun. Mikil dínamík bætist við dansinn okkar þegar
Popping verður hluti af vopnabúrinu.

.

.

LOCKING Eini staðurinn á Íslandi með Locking!
Groove sprengja Locking stílsins er engu lík! Stíllinn verður til óvart árið 1969 þegar Don Campbell,
nú kallaður Don Campbellock, dansar kjúklingadansinn og gerir hann vitlaust. Þetta er saga sem
þarf að heyra í danstíma með tilheyrandi sýnikennslu. Locking varð að miklu dansæði á 8. áratugnum
og á aðallega á vesturströnd Bandaríkjanna þar sem Don setti saman danshópinn The Lockers. Þau
komu fram á Soul Train og í öðrum þekktum sjónvarpsþáttum.

Mikil gleði einkennir stílinn og extra mikið fönk enda er Locking dansaður við Funk tónlist. Stíllinn er
með mikinn karakter og hafa dansarar lengi klætt sig í vissan einkennisbúning sem inniheldur hatta,
röndótt föt (blá og hvít / rauð og hvít t.d.) og herðabönd. Persónuleiki hvers dansara skín í gegn og
er mikil samskipti við áhorfendur einkennandi fyrir Locking dansara. Sporin hafa haldið sér nokkurn
vegin eins síðan á 8. áratugnum, nokkur hafa bæst við en þessi stíll er svo áhugaverður vegna þess
að hann hefur haldið sér nær eins í yfir 3 áratugi.

Það er mikill ávinningur í því að læra Locking fyrir alla street dansara, þaðan kemur fönk og karakter
sem hefur smitað út frá sér í aðra stíla. Ef þú getur rokkað Locking rútínu með öllu tilheyrandi grúvi
þá ert þú komin/n á flottan stað í lífinu! High five!

TOP ROCK Eini staðurinn á Íslandi með Top Rock!
Top Rock er það sem Break dansarar gera áður en þau fara í gólfið. Top Rockið þróaðist samhliða
Break dansinum og er í raun undanfari Hiphop stílsins. Sumir fóru ekki 'í gólfið' eins og það kallast
til þess að Break'a heldur dönsuðu uppi og þróuðu þennan stíl lengra. Innan Top Rocksins eru
hugtök eins og Burns, Drops ofl. sem einkenna stílinn og dansarar leitast við að þjálfa upp smooth
fótaburð og flóknar samsetningar spora ásamt því að halda í það sem skiptir öllu máli: GROOVIÐ.

Meðvitaðir dansarar dagsins í dag eru að leitast eftir þekkingu í Top Rock til þess að auka skilning
sinn á þessum stílum sem urðu til innan Hiphop menningarinnar í New York á 8. og 9. áratugunum.
Það eru Top Rock, Bboying (Break) og Hiphop. Til þess að halda áfram þróuninni verðum við að
skoða það sem hefur þegar verið gert og það sem er núna að ske í Top Rock er eitthvað það ferskasta
í street dansi. Framþróun Hiphop stílsins er t.d. að taka mikið stökk og má sjá greinileg áhrif frá
Top Rock í þeirri framvindu.

Vertu Hiphop. Lærðu þetta allt. Top Rock er nauðsynlegt.'CHOREOGRAFÍU' TÍMAR:
'HEELS PERFORMANCE' (FYRIR 16 ÁRA +)
Eini staðurinn á Íslandi með Heels Performance!
Komdu með hæla og attitude, þessir tímar munu gera vikuna þína. Choreography, Runway, Posing,
Twerking ofl. í stórskemmtilegri fusion sem bætir og kætir!


Þetta er ekki nafn á dansstíl heldur einfaldlega heiti á hugmynd sem Brynja hefur verið að þróa
í framhaldstímunum. Þessir tímar eru orðnir það vinsælir að þeir þurfa sinn eigin tíma í stundaskrá!
Hér erum við að skoða ýmis consept í choreografíu og förum alla leið í kvenleika og túlkun. Þetta
er eini 'commercial' tíminn í okkar stundaskrá og myndböndin úr tímunum hafa alltaf vakið athygli.

Þátttakendur geta verið í hælum eða í sneakers. Og þú mátt líka dressa þig upp :)
567.

'TWERK OUT' (FYRIR 17 ÁRA +) Eini staðurinn á Íslandi með Twerk tíma!
Nýjir tímar í stundaskrá fyrir haustönn 2014. Twerk hefur verið mikið á milli tannana á fólki en vissir þú
að mjaðmatæknin sem einkennir twerk kemur frá Afríku og var notað í helgiathöfnum ættbálka?

Á 9. áratugnum þegar Hiphop stíllinn er að þróast sjást strax dæmi um þessar hreyfingar en Booty Bass
tónlistin frá suðurríkjunum gerði twerkið (sem hét þá ekki 'twerk') að 'kúltúr' innan Hiphop heimsins.
Í dag kallast þetta twerk og er búið að þróa hreyfingarnar mikið, en nemendur læra einangrunar tækni
mjaðma og gera skemmtilegar rútínur við bassamikla tónlist
.

Þetta eru hressir tímar fyrir þær sem þora, mikil stemmning og alltaf stutt í húmorinn :)

"COMMERCIAL CHOREOGRAPHY"
Persónuleg túlkun danshöfundar. Danstímar sem settir eru upp með stuttum fyrirvara, workshop.
Commercial choreography er gælunafn yfir frjálsa túlkun danshöfundar, þessi nálgun er þróuð í dans-
stúdíói (s.s. ekki á klúbbunum eins og Street dansstílarnir). Þannig er auðvelt að aðskilja Hiphop eða
aðra Street dansstíla og persónulega túlkun fólks því oft eru Commercial danstímar ranglega merktir
sem Hiphop eða 'Street'. Mikilvægt er að skilningur dansnemenda á fjölbreytileika dansstílanna skerðist
ekki. *Þú þarft alltaf að læra grunn stílanna til að geta túlkað áhrif frá Street eða öðrum dansstílum rétt!

Í þessum tímum verður áherslan á dansrútínu (choreography), við einbeitum okkur að því að túlka
valin lög og fínpússum tímasetningar. Þið fáið upplýsingar um hvaðan áhrifin koma, ef ég er með beina
tengingu í sérstakan dansstíl.

Dæmi:
.

ALDURSHÓPAR
5-6 ÁRA : einu sinni í viku (ekki í gangi eins og er)

Yngstu dansararnir okkar læra með leik og dansi að túlka ýmis hlutverk sem hjálpa þeim að tengja
líkamstjáningu við tónlist. Þau fara í leiki og gera einfaldar dansæfingar í skemmtilegu umhverfi
þar sem þau fá góða útrás fyrir hreyfiþörfina.

7-9 ÁRA : 2x - 3x í viku
Nemendur kynnast grunnhreyfingum og hvernig við dönsum í takt við tónlistina. Þau læra einfaldar
og skemmtilegar rútínur og spor sem auka samhæfingu líkamans. Einstaka sinnum er farið í leiki
en aðaláherslan er alltaf á dansinum. Frábærir tímar fyrir litlu dansarana okkar og vel er haldið utan
um hópinn. 7-9 ára koma í Hiphop og / eða Break.

10-12 ÁRA : 2x - 6x í viku
Hérna er farið betur í sporin, þau læra grunnhreyfingar í Hiphopi og meiri áhersla er á groove og
túlkun hreyfinganna. Það er alltaf mikið fjör í þessum tímum og krökkunum er gefið gott veganesti
til að halda áfram á sinni leið í Street dansi. Þau læra nöfnin á sporunum og fá frekari upplýsingar
um viðkomandi dansstíl. 10-12 ára geta valið um að koma í Hiphop, Break og / eða Popping. Það
eru nú komnir byrenda-, miðstigs- og framhaldshópar í sum hverfin og þegar dansarar eru tilbúnir
þá hvetjum við foreldra til að koma með danskrúttið sitt í erfiðari tíma.


13 ÁRA + / 16 ára +: 1x - 10x í viku
Þessir hópar kynnast erfiðari sporum innan stílanna og fá enn meiri áskoranir frá kennurunum
sínum. Þau fá tækifæri til að læra fleiri stíla og oft er sami hópurinn hjá tveimur kennurum sem
kenna ólíka stíla. Þetta gefur 13 ára + nemendum tækifæri til að móta sína dagskrá sjálf, flest
eru að blanda saman hverfum og koma oft í viku. Við hvetjum ykkur til að læra sem mest!
Í boði er Hiphop, Dancehall, Waacking, Popping, House, Top Rock, Break og 'Heels Performance'.

16 ÁRA + framhald (2x-4x í viku)
Pakkfullir af orku og frábærri stemmningu - hér er reynt á! Góð yfirferð í grunnatriðum. Oft eru dans-
þyrstir æstir í krefjandi rútínu en hafa kannski ekki grunn í þessum stílum. Hér er hraðinn og stuðið
í challenging dansrútínum ásamt foundation sporum, æfingum, tækni - allt sem hjálpar ykkur áleiðis
að skilja stílana og geta túlkað þá rétt.

20 ára + / 30 ára +: einu sinni í viku (þessi hópur getur komið í 16 / 20 ára +)
Góðir og krefjandi tímar fyrir byrjendur, einnig fyrir dansara sem vilja ná betra taki á tækninni og
sporunum. Skemmtilegir tímar þar sem farið er vel í grunnspor og hreyfingar. Kennd er tækni sem
nýtist vel til þess að auka samhæfingu líkamans og skilning á hreyfingunum. Vinalegt andrúmsloft
og pínkulítið af blaðri og djókum :) Það eina sem þarf er áhugi, þægileg föt og vatnsbrúsi and you're
good to go! Sjáumst í danstíma!


STAÐSETNINGAR1. Breiðholt, ÍR heimilið Skógarseli 12
2. Breiðholt, Miðberg Gerðubergi 1
3. Árbær, Fylkissel Norðlingabraut 12
4. Laugardalur, Laugardalshöll (gengið inn um inngang F)
5. Kópavogur, Listdansskóli Plié Víkurhvarfi 1
6. Garðabær, Sjálandsskóli Löngulínu 8
7. Seltjarnarnes, Grótta v. Suðurströnd
8. Grafarvogur, Íþróttahúsið Dalhúsum á 2. hæð