FRÉTTIR ...... STUNDASKRÁ ...... NÝ NÁMSKEIÐ ...... UM DANSNÁM ...... KENNARAR....... VIDEO / MYNDIR ...... SKRÁNING ..... DANSFATNAÐUR

KENNARAR
KYNNTU ÞÉR ALLTAF ÞÁ KENNARA SEM ÞÚ ÆTLAR AÐ LÆRA HJÁ

 
Brynja Péturs
1
Karen
6
Agnes
5
Signý
7
Alda María
3
Natasha
4
Leifur
8

NAFN: Alda María Ingadóttir.

UMSJÓN:
Hiphop fyrir 6-8 ára í Árbæ og Breiðholti.

BAKGRUNNUR:
Byrjaði í barnadösum hjá Heiðari Ástvaldssyni og fór svo seinna meir í samkvæmisdans í
nokkur ár hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Á unglingsárum stundaði ég nokkur styttri
námskeið en æfði engann dans að staðaldri. Hef alltaf haft mikinn áhuga og deilt honum með
vinkonum mínum og í grunnskóla tókum við þátt í Freestyle keppni Tónabæjar. Árið 2004
kynnist ég Hip hop dansi hjá Natasha Monay Royal sem kenndi ásamt Brynju í smá tíma en
ég var að æfa hjá Natasha í nokkur ár en hef meira verið hjá Brynju Péturs síðastliðin ár í
Hip hop, Dancehall og Waacking. Fyrir utan þetta hef ég farið á ýmis styttri námskeið í Kram-
húsinu (Afró, kúban salsa og nútímadans), byrjendanámskeið í Klassíska listdansskólanum,
salsanámskeið hjá SalsaIceland og eitt ár hjá Dansstúdíó World class.

DANSNÁM ERLENDIS:
Sumarið 2010 var ég á spáni og kom mér í nokkra salsa hóptíma og einkatíma þar hjá
frábærum strák frá Kúbu sem kenndi mér á veröndinn heima hjá sér.

Sumarið 2011 fór ég svo ásamt vinkonu minni og Brynju til New York í mánuð og sótti eins
marga dantíma og dansviðburði og ég gat á þeim tíma. Dansstúdíóin sem ég sótti voru Peridance
capezio center, Steps on Broadway og Broadway dance center ásamt öðrum minni stöðum þar
sem haldin voru Workshops. Helstu kennararnir sem ég sótti í voru Buddha Stretch (Hiphop /
locking), Tweetie (Hiphop/popping), Benny Ninja (Vouge), Ejoe (House), Brian Green (Hiphop),
Tyrone Proctor (Waacking), Aus Ninja  (Waacking) og Archie Burnett (Waacking) ásamt fullt af
öðrum sem voru með opna tíma í hinum ýmsu dansstílum.

234

SÝNINGAR OG VERKEFNI:
Nokkrar sýningar á 17. júní, menningarnótt og Unglist.
Nemendasýningar: Natasha
Nemendasýningar: Brynju Péturs
Nemendasýningar: Dansstúdíó World class
Nemendasýningar: Dansskóli Jóns Péturs og Köru.
Dansaði og lék aukahlutverk í Diskóið er dautt!, nemendasýningu Fjölbrautaskólans í Breiðholti
2007, leikstýrt af Friðriki Friðrikssyni og Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur.
Dansaði í lokaverkefni Sigurlínar Rósar Steinbergsdóttur frá listnámsbraut FB, 2007.
Tók þátt í danssýningunni Color Blind eftir Evu Rós Guðmundsdóttir, nútímadansara, 2007.
Opnunaratriði Hlustendaverðlauna FM 957 2011 með danshóp Brynju Péturs.

56789 

MENNTUN:
Með alþjóðleg kennsluréttindi í Zumba dansleikfimi.
Íþróttafræðinemi við Háskólann í Reykjavík, útskrifast í júní 2012.

ATVINNA:
2009-2011 Dansfit í Árbæjarþreki, dansnámskeið fyrir krakka 8-13 ára.
Janúar 2011 til dagsins í dag: Líkamsræktarkennari í Árbæjarþreki (Zumba, teygjur og styrkur).

MYNDIR:
Alda með 6-8 ára ungunum sínum á vorsýningunni okkar 31. mars.
1