..................FRÉTTIR ...... STUNDASKRÁ ...... UM DANSNÁM ...... KENNARAR....... MYNDIR ...... VIDEO ...... SKRÁNING ......DANSFATNAÐUR

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR
VILT ÞÚ FÁ SVÖR? PÓSTAÐU COMMENTI HÉR FYRIR NEÐAN EÐA SENDU
NAFNLAUST FRÁ EYÐUBLAÐINU UNDIR 'SKRÁNING'.



1. HVAÐ ER STREET DANS?

Street dans er ekki dansstíll heldur regnhlífarhugtak yfir alla street dansstílana. Street dans
stílarnir hafa alltaf verið Break, Hiphop, House, Locking og Popping. En Vogueing, Waacking
og Dancehall passa undir þessa regnhlíf því þeir koma úr svipuðu umhverfi, þ.e.a.s. stílarnir
mótast utan dansstúdíósins, inn í klúbbum og partýum þegar fólk kemur saman til að dansa.

Það eru engar gráður að finna í Street dansi, það eru engir Street dansskólar sem gefa
diplómur. En það þýðir ekki að farið sé lauslega með grunnspor / hreyfingar, tækni og
orðaforða stílanna. Það eru skýrar línur og strangar reglur innan hvers stíls sem allir þurfa
að fara eftir. Bestu kennararnir eru frumkvöðlar stílanna sem eru í flestum tilvikum enn
lifandi, sem og þeirra helstu lærlingar. Diplómað innan Street dansheimsins er "Show and
prove" - s.s. þú ferð inn í hringinn (the cyphers eins og það kallast) og sýnir hvað þú kannt.
Dansdjömm eru stærsti parturinn af senunni en þar hittast dansarar til að taka þátt í
böttlum, deila því sem þau kunna og fá innblástur frá öðrum dönsurum.

2. HVAÐ ER HIPHOP DANS?

Það er mikið um það, bæði hérlendis og erlendis, að auglýstir eru "Hiphop tímar" þar sem
stílnum er ekki gerð góð skil. Hvernig sérðu hvað er rétt?

Hiphop dans er eins og allur annar dans: Stílnum fylgja grunnspor og hreyfingar, tækni og
orðaforði sem skilgreinir þessi spor, hreyfingar og tækni. Það er það sem þú átt auðvitað
að læra í Hiphop tíma. Sporin í Hiphopi kallast 'The social dances of Hiphop' eða 'The party
dances of Hiphop' af því að fyrst og fremst er þetta 'a party dance'! Það sem þú ættir að
læra í Hiphop tímum eru spor eins og The Skate, The Bart Simpson, Jack in a Box, Steve
Martin, The Dougie, The Jerk (sem er reyndar varíant af spori sem heitir Roger Rabbit) ofl.

Það að hafa diplóma í Jazz dansi gerir jafn mikið fyrir Hiphop dansara og að hafa gráðu í
Ballett... þar færðu auðvitað engan Hiphop grunn. Það er enginn dansstíll sem heitir Lyrical
Hiphop, Freestyle, New Wave Hiphop, New Style Hiphop, Girly Hiphop, Hiphop on heels,
Hardcore Hiphop, RnB, New Jack Swing, Hype og áfram má lengi telja. Það eru engir undir-
stílar í Hiphopi. Its just Hiphop.
Hinsvegar hafa stílar vaxið upp úr / frá Hiphopi (t.d. Krump)
og öðrum Street stílum eins og House (t.d. Footworking) og Dancehall (t.d. Flexing).

3. AF HVERJU ER EKKI HÆGT AÐ LÆRA STREET DANS MEÐ CHOREOGRAFÍUM?

Af því að allir dansstílar hafa sinn grunn sem dansarar þurfa að læra og ná að túlka rétt.
Til dæmis gera Ballett dansarar æfingar frá horni í horn til að æfa upp og læra sporin /
hreyfingarnar rétt. Endurtekning er nauðsynleg til að ná framförum, ef þú sem dansari
getur ekki gert grunnatriðin rétt... ertu þá að túlka dansstílinn rétt? Nei. Allir góðir dansarar
hafa gengið í gegnum þessar grunnæfingar, sama hvaða dansstíl þeir æfa. Í Street dansi
lærir þú grunnatriði stílanna alveg eins og Klassískur dansari myndi gera í sínum stíl/um.
Þú berð þig auðvitað mismunandi eftir því hvaða stíl þú ert að dansa. Hiphop stíllinn krefst
þess að þú 'rockir' og 'bounce'ir' rétt og setur visst 'groove' í sporin. Waacking stíllinn krefst
þess að þú þekkir groove funky disco tímabilsins, réttir úr baki og náir réttri sveiflu með
höndunum. Popping stíllinn krefst þess að þú kunnir popping vöðatæknina og nýtir hana rétt,
þú þarft einnig að kunna 'isolations' eða að einangra hina ýmsu parta líkamans.

Það segir sig sjálft að þangað til að líkamstjáningin er orðin rétt hjá dansaranum þá getur
viðkomandi ekki túlkað dansrútínur (choreografíur) innan stílsins eða áhrif frá stílnum rétt.
Það er það sem við lærum og erum alltaf að bæta með því að þjálfa okkur í grunnatriðum
dansstílanna.

Ef þú ferð einungis í 'choreografíutíma', s.s. danstíma þar sem aðeins er kennd dansrútína
án þess að kenndur sé grunnur í stílnum / stílunum sem notast er við í rútínunum þá er gott
að vera meðvituð / meðvitaður um að þú ert í rauninni ekki að læra stílinn heldur túlkun
viðkomandi danskennara á stílnum sem þarf ekki endilega að vera rétt. Við þurfum öll að
læra grunninn rétt til bera af á sviði / í böttlum / áheyrnaprufum / danstímum o.s.fr.

Það hafa allir mismunandi markmið, ef markmiðið er að ná langt og verða góður dansari /
kennari þá þarf að læra og mastera grunninn. Ef markmiðið er að læra t.d. skvísulegan
dans við nýjustu lögin í frítíma sínum þá á að sækja þannig tíma og njóta þess!

4. AF HVERJU MÁ EKKI KENNA SÍNA TÚLKUN Á DANSSTÍLNUM?
(s.s. að skýra danstímann sinn t.d.'Lyrical Hiphop')

Alltaf þegar þú færð choreografíu frá kennaranum þínum ertu að sjá hans / hennar túlkun
á dansstílnum. Það sem ég vil benda á er mikilvægi þess að skilja viðkomandi dansstíl og
þekkja grunninn áður en farið er út fyrir rammann. Út fyrir hvaða ramma er annars verið
að fara? Þannig getur viðkomandi kennari sagt nemendum sínum frá innihaldi danstímans
og ferðalagi sínu innan dansstílsins. Nemendur þurfa líka að skilja að til þess að geta túlkað
stílinn sjálf þurfa þau að læra grunninn. Það er viss 'fast food' þróun í gangi þar sem fólk
lærir ekki eða fær ekki tækifæri til að læra grunn Street stílanna, sem er það eina sem við
öll þurfum. Öll framþróun kemur eftir að grunnurinn og sagan hefur verið könnuð. Allur
Street dans er menning fyrst, ef fólk leggur sig ekki fram um að læra og skilja dansstílana
þá er ekki hægt að segjast vera að vinna með eða út frá þessum stílum.

Öll þróun og tilraunastarfsemi er af hinu góða svo lengi sem við kennarar (sem erum fyrst
og fremst nemendur sjálf :) látum nemendur okkar vita hvaðan við komum og hver okkar
áhrif eru. Ef við erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur, dansinum og nemendunum höldum
við þróuninni áfram og erum að upplýsa í leiðinni.

Ef allir dansstílar myndu breyta um nafn í hvert sinn sem nýtt spor eða hreyfing yrði til þá
hefðum við þúsundir svokallaðra "undirstíla" og allir þeir "stílar" hefðu u.þ.b. 2-6 dansspor
innan síns orðaforða. Af hverju er eðlilegt að læra Ballett á 4-7 árum en það er sjálfsagt
að læra einn eða nokkra Street dansstíla á 45-60 mínótum? Þessi "Lyrical Hiphop", "Hiphop
New Style", "Hiphop on heels", "Hiphop Fusion" þróun gerir það að verkum að fólk tekur
minna mark á stílnum sjálfum, hunsar það að læra grunnatriði stílsins því það er of lang-
dregið og einfaldara er að skýra danstímann sinn t.d. "Lyrical Hiphop"... og úr þessu um-
hverfi kemur kynslóð dansara sem hvorki virðir Hiphop né Lyrical (Contemporary) stílana.
Þau kunna ekki grunnatriði stílanna og það sem verra er
- þau halda að þau kunni þá.

5. HIPHOP DANS EÐA COMMERCIAL CHOREOGRAPHY ?

Margir horfa á vinsæl myndbönd og gera samasem merki á milli þeirra og Hiphop dans eða
annara Street stíla. Til dæmis sjást oft tilvísanir í Hiphop og Dancehall hjá Beyoncé en það
er ekki hægt að segja að það séu góð dæmi um stílana. Þegar 'vinsælum hreyfingum' er
skeitt saman og 'crowd pleasing' sporum þá er það kallað 'Commercial choreography' eða
'Personalized choreography'. Þar vinnur danshöfundur með þann grunn sem hann hefur,
hvort sem það er frá Street dansi eða Klassískum dansi og bætir við sinni eigin túlkun.
Dansararnir sem geta svo túlkað rútínuna rétt eru þeir sem hafa sama / svipaðan grunn.

Þetta er mjög góð lausn á þessu endalausa vandamáli þar sem nemendur eru ringlaðir og
skilja ekki muninn á Hiphop og Jazz o.s.fr. Það er mjög mikilvægt að kennarar upplýsi
nemendur sína um hvað þau kenna, ef ekki er verið að dansa t.d. Hiphop - segjum það þá.
Útskýrum áhrifin í choreografíunum okkar svo nemendur aðskilji og fatti dansstílana, með
þeirri þekkingu hafa þau meiri möguleika á að verða betri og fjölbreyttari dansarar. Ef
kennarinn þinn getur ekki útskýrt fyrir þér stílinn eða samspil stílanna sem hann / hún er
að kenna þér, þá ættir þú líklegast að hlaupa þaðan út... strax.

En fyrst þurfa nemendur (við öll) að vita að Street er ekki bara samansull af vinsælum
hreyfingum! Allir þurfa að læra grunninn til að geta túlkað dansinn rétt - þar á meðal
'Commercial choreography' með áhrifum frá Street dansstílum.

það eru mikil svik að borga sig inn í danstíma sem er auglýstur sem Hiphop
en snýst um eitthvað allt annað. Það er líka mikil synd fyrir Hiphop danssenuna
sjálfa. Virðum dansinn og verum heiðarleg.

6. ERU LOCKING OG POPPING KALLAÐIR HIPHOP DANSAR?

Nei. Locking og Popping eru funk stílar frá vesturströnd Bandaríkjanna, en þeir kallast funk
stílar því þeir eru dansaðir við funk tónlist. Hvor stíllinn fyrir sig hefur sína eigin menningu,
grunnspor/hreyfingar, tækni og orðaforða. Það er mikill misskilningur að þeir séu kallaðir
Hiphop dansar. Hiphop menningin verður til á austurströndinni, þaðan kemur Break dansinn
fyrstur og síðan Hiphop dans. En þessir stílar hafa einnig sína eigin menningu, grunnspor /
hreyfingar, tækni og orðaforða sem er aðskilin og mjög frábrugðin Locking og Popping.
Allir þessir stílar eru hinsvegar innan Street dansmenningarinnar :)

PS. "Poplocking"
er ekki til, það er enginn dansstíll sem heitir Poplocking. Youtube er ekki
staður til að læra á!

7. "WHY ALL THE FUSS ?"

Hiphop dans t.d. á erfitt uppdráttar vegna þess að fólk sem hefur ekki lært stílinn nógu vel
segist kenna stílinn, eða einhverja útgáfu af honum. Það sem er verið að berjast fyrir í
dansheiminum núna er að upplýsa fólk um Hiphop dans og vonast til þess að fólk skoði
innihald danstíma sinna. Ef 'Hiphop' kemur fyrir í innihaldslýsingunni en á ekki heima þar,
þá á að fjarlægja það. Að kenna dans er ábyrgðarhlutur.

Auðvitað er gaman að blanda saman áhrifum og nýta allt sem maður kann fyrir sérstaka
sýn í dansrútínu / choreografíu. Það gera allir dansarar. En þá á að skýra danstímann
'Persónuleg choreografía', 'Commercial choreography', nafn dansarans 'og hans tjáning'
eða álíka. Þannig tímar frá metnaðarfullum dönsurum / danshöfundum eru oft eins og
konfektkassar fyrir alla reynda dansara! En byrjendur þurfa að læra og skilja grunninn.

Þegar við þekkjum dansinn frá grunni höfum við tækifæri á að verða brilliant dansarar.
Þá eru allar dyr opnar og við getum betur tekið við öllu sem hent er í okkur af hvaða
dansara og kennara sem er. Styrkurinn er í þekkingunni.

1. UM DANSNÁM

2. DANSHÓPAR

3. DANSKEPPNIR

4. DANSSTÍLAR

5. ALDURSHÓPAR

6. STAÐSETNINGAR

5. HVAÐ ER STREET DANS ? SPURNINGAR OG SVÖR.

6. ENGLISH VERSION