FRÉTTIR ...... STUNDASKRÁ ...... UM DANSNÁM ...... KENNARAR....... SOCIAL MEDIA ...... VIDEO ...... SKRÁNING ......DANSFATNAÐUR

 

 

 

NÝ NÁMSKEIÐ 29. APRÍL - 1. JÚNÍ

ATH: Ekki er hægt að greiða svo stutt námskeið með frístundastyrk.
Reglur frá bæjarfélögum eru að námskeið þurfa að vera 10 amk vikur.

Það eru engir prufutímar því námskeiðin eru of stutt og kostnaður yrði of mikill.
Hópar fara í gang ef lágmarksskráning næst. Vertu tímanlega í að skrá!

Næstu námskeið: 12. - 31. ágúst | Haustönn: 2. september - 7. desember.

ATH: Skráning er bindandi.
Þátttakendur skuldbinda sig til að greiða fullt verð. Námskeiðsgjöld fást ekki endurgreidd.

Mikilvægt: Forráðafólk þarf að hlaða niður Sportabler appinu þar sem hóparnir
eru í beinu sambandi við kennarana sína. Allar tilkynningar koma á Sportabler.

Verðskrá: Vornámskeið 29. apríl - 1. júní (5 dansandi vikur)
2x í viku: 22.900 kr. | 1x í viku: 12.900 kr. | Aukanámskeið: 8.900 kr.

_________________________________

Ath: Ekki er hægt að skrá sig 1x í viku í hópa sem hittast 2x í viku.* Passið að velja rétta staðsetningu þegar gengið er frá skráningu.
** Systkinaafsláttur er 10% á barn 2, 3 osfr.
__________________________________________

Upplýsingar um dansnámið:
Brynja: dansbrynjupeturs@gmail.com

Allt varðandi skráningar og greiðslur:
Katrín: katrindbp@gmail.com

__________________________________________

Sýningarhóparnir okkar eru með skemmtileg og áberandi verkefni allt árið um kring.
Við setjum upp metnaðarfullar sýningar árlega, þar sem standardinn er hár og mikil gleði.
Við dönsum í Hljómskálagarðinum, á Klambratúni og Laugaveginum á 17. júní, þetta er frá 2023:Við fyllum Ingólfstorg árlega með uppáhalds hefðinni sem við erum búin að nostra við síðan 2015.
Danshóparnir okkar taka yfir Ingólfstorg á Menningarnótt með tveimur risa sýningum, þetta er frá 2022:
Arion Banka auglýsing með Hvíta Húsinu, sumarið 2020.


Eurovision þátturinn, 12 Stig á RÚV með Daða og Gagnamagninu, sumarið 2020.


Danshóparnir okkar unnu 1 gull, 2 silfur og 2 brons á Dance World Cup í Portúgal 2019.

133
Luis og Brynjar Dagur unnu gullið í tvíliðaflokki.

SÉRSTÖK TILEFNISÉRHANNAÐIR DANSTÍMAR
- Gæsapartý (Vinsæl Þemu: Beyoncé, Naomi, Old School Hiphop ofl.)
- Steggjapartý
- Danskennsla í afmælum (10 ára og eldri)
- Vinnuhópadjömm
- Óvissuferðir
- Kennsla í skólum / á námskeiðum
ofl.

SKEMMTIATRIÐI
- Danssýning
- Danskennsla fyrir gesti / hópa
ofl.

ÞARFTU DANSHÖFUND Í VERKEFNI?
- Dansatriði á viðburðum, stórum eða smáum / á tónleikum / uppákomum o.s.fr.
- Kennsla fyrir vinnuhópa / skemmtiatriði í skólum, á árshátíðum o.s.fr.
- Dansatriði fyrir tónlistarmyndband
- Sviðsframkoma / choreografía fyrir söngvara / dansara
- Fyrsti dans brúðhjóna / hönnun á dansatriði + kennsla fyrir ýmis tilefni
- Framkomu, pósu og göngunámskeið fyrir módel / fyrirsætur (inspired by Vogue: Runway).
ofl.

GÆSAPARTÝ / HÓPATÍMIPANTAÐU SKEMMTILEGAN DANSTÍMA FYRIR GÆSAPARTÝIÐ / VINKONUHÓPINN
Þið getið valið úr ýmsum sérhönnuðum þematímum sem henta öllum á öllum aldri.
Hægt er að panta öll þemun fyrir algjöra byrjendur eða þaulvana dansara og allt þar á milli.

- Beyoncé - Kvenlegur og sexy danstími. Juicy rútína kennd og ýmis leyndarmál afhjúpuð.
- Naomi - Hópurinn lærir að ganga á hælum, runway style. Pósur, sass og fierce rútína kennd.
- Old School Hiphop - You already know. Þið fáið partý tónlist, spor sem virka á klúbbnum og hressa rútínu.
- Marilyn Monroe - Burlesque nálgun á klassískan kynþokka með djörfu viðmóti og seiðandi rútínu.
- Twerk - Mjaðmahreyfingar sem toppa allt í hressum tíma þar sem ekki er hægt að taka sig of alvarlega.